Verkefnisstjórn um vinnumat í framhaldsskólum

Verkefnisstjórn frá 1. febrúar 2016

160419 100 fundurinn c Sú breyting varð á skipan fulltrúa í verkefnisstjórn í byrjun árs 2016 að Elna Katrín Jónsdóttir fulltrúi KÍ lét af störfum og í hennar stað kom Guðríður Arnardóttir sem er formaður FF.  Myndin hér að neðan er tekin á 100. fundi verkefnisstjórnar.
 
 
Efri röð frá vinstri: Stefán Andrésson, Ólafur Sigurðsson og Guðmundur H. Guðmundsson
Neðri röð frá vinstri: Ársæll Guðmundsson, Guðríður Arnardóttir og Reynir Þór Eggertsson

 Verkefnisstjórn fram að 1. febrúar 2016

Frá vinstri: Stefán Andrésson KÍ, Reynir Þór Eggertsson KÍ,  Elna Katrín Jónsdóttir KÍ, Ársæll Guðmundsson MRN, Guðmundur H. Guðmundsson FMR og Ólafur Sigurðsson MRN.  Í janúar 2016 tók Guðríður Arnardóttir sæti Elnu Katrínar Jónsdóttur í verkefnisstjórninni

 Um verkefnisstjórn

Verkefnisstjórn um vinnumat framhaldsskólakennara hefur umsjón með undirbúningi og innleiðingu nýs vinnumats kennara í framhaldsskólum samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Kennarasambands Íslands frá 4. apríl 2014. Í henni eiga sæti fulltrúar Félags framhaldsskólakennara, Félags stjórnenda í framhaldsskólum, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Hlutverk verkefnisstjórnar

Nýtt vinnumat í framhaldsskólum beinist alfarið að mati á vinnu við kennsluþáttinn í starfi framhaldsskólakennara og þarf þannig að meta vinnu við hvern námsáfanga sem kenndur er samkvæmt námskrá. Viðmið um vinnumat eru tilgreind í miðlægum kjarasamningi og vinnumatið er byggt á áfangalýsingu viðkomandi áfanga og unnið af kennurum og skólastjórnendum.

Viðfangsefni verkefnisstjórnar eru sem hér segir:

 • Að koma á fót vinnumatsnefndum og skilgreina verksvið þeirra.
 • Að halda áfram vinnu við að skilgreina inntak og umfang einstakra hluta vinnumatsins í samstarfi við vinnumatsnefndir.
 • Að vinna að sýnidæmum um vinnumat á grundvelli hlutlægra viðmiða og málefnalegra sjónarmiða, samanber 7. grein í kjarasamningi aðila í samstarfi við vinnumatsnefndir.

Samstarf við vinnumatsnefndir

Verkefnisstjórn skal koma vinnumatsnefndum á fót og skilgreina verksvið þeirra en KÍ/framhaldsskóli annars vegar og menntamálaráðuneytið hins vegar leggja til fulltrúa í nefndirnar. Meginskipulag vinnumatsnefnda byggir samkvæmt ákvörðun verkefnisstjórnar á kennslugreinum eða kennslusviðum og eru þær fimm talsins en nánar má lesa um þær hér.

Verkefnisstjórnina skipa eftirtaldir fulltrúar frá byrjun árs 2016:

 • Guðmundur H. Guðmundsson, fjármálaráðuneyti
 • Ársæll Guðmundsson, menntamálaráðuneyti
 • Ólafur Sigurðsson, menntamálaráðuneyti
 • Guðríður Arnardóttir, Kennarasambandi Íslands
 • Reynir Þór Eggertsson, Kennarasambandi Íslands
 • Stefán Andrésson, Kennarasambandi Íslands

Verkefnisstjórnina skipuðu eftirtaldir fulltrúar 2014 – 2016:
 • Guðmundur H. Guðmundsson, fjármálaráðuneyti
 • Ársæll Guðmundsson, menntamálaráðuneyti
 • Ólafur Sigurðsson, menntamálaráðuneyti
 • Elna Katrín Jónsdóttir, Kennarasambandi Íslands
 • Reynir Þór Eggertsson, Kennarasambandi Íslands
 • Stefán Andrésson, Kennarasambandi Íslands