Sýnidæmi, kennsluvikur og námsmat

Nokkuð hefur verið spurt um það hvernig samspili fjölda kennsluvikna, námsmats og sýnidæma sé háttað.  Verkefnisstjórn um vinnumat framhaldsskólakennara tók málið fyrir á fundi sínum 11. mars 2016 og bókaði eftirfarandi:

Þar sem skil milli kennslutíma og prófatíma hafa verið afnumin og skólum gert kleift að beita meiri fjölbreytileika í námsmati getur fjöldi kennsluvikna verið breytilegur.  
Skipuleggi skólar kennslu og námsmat með öðrum hætti en sýnidæmi greina ber þeim að setja fram hvaða áhrif það hefur á stundafjölda hvers vinnuþáttar og heildarvinnumat.