Reikniverk – útgáfa 12

Ný útgáfa af reikniverkinu er tilbúin og er hægt að sækja hana hér.

150821 Vinnumat_eydublad_utgafa_12

Skekkja í reikniverksútgáfu 11

Í ljós hefur komið skekkja við útreikning á 20% álagi fyrir 29. og 30. nemandann í námshópi með 25 nemenda fjöldaviðmið skv. reiknilíkani (samanber bls. 4 í skýrslu verkefnisstjórnar frá 4. feb. 2015). Einnig ofreiknaðist álagið vegna nemenda umfram hámarksviðmið í hópum t.d. fyrir nemendur umfram 30. Villan felst í því að reikniverkið bætti í flestum tilvikum 2,5 klukkustundum aukalega við vinnumatið vegna hvers umframnemanda.

Breyting frá útgáfu 11 felst í því að formúlum í reitum F25 og F26 hefur verið breytt sem og texta í reitum E25 og E26. Breytingin nær að sjálfsögðu einnig til samsvarandi reita – F63, F64, E63, E64 – o.s.frv.