Kjarasamningurinn samþykktur

Kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum vegna félagsmanna í ríkisreknum framhaldsskólum hefur verið samþykktur. Atkvæðagreiðslan um hinn nýja kjarasamning frá 1. apríl 2015 fór fram dagana 13. og 14. apríl.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:
• Á kjörskrá voru 1.549
• Atkvæði greiddu 1.140 eða 73,6%
• Já sögðu 662 eða 58,0%
• Nei sögðu 440 eða 38,5%
• Auðir seðlar voru 40 eða 3,5%