Author Archives: VVF

Samkomulag 1. apríl 2015

Fulltrúar Kennarasambands Íslands og samninganefndar ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning 1. apríl 2015 vegna ríkisrekinna framhaldsskóla. Samningurinn byggir meðal annars á viðauka frá 30. mars 2015 sem verkefnisstjórn gerði við skýrslu sína frá 4. febrúar 2015. Samningurinn og viðaukinn birtast hér fyrir neðan:

Samningur frá 1. apríl 2015

Viðauki frá 30. mars 2015

Niðurstaða atkvæðagreiðslu

Úrslit í alsherjaratkvæðagreiðslu um upptöku nýs vinnumats sem fram fór meðal félagsmanna í FF og FS dagana 23.-27. febrúar 2015 liggur nú fyrir. Niðurstaðan er eftirfarandi:

Í ríkisreknum framhaldsskólum voru greidd 1269 atkvæði og kosningaþátttaka var 81%.
Já sögðu 44,1%
Nei sögðu 53,0%
Auðir 2,9%

Í Menntaskóla Borgarfjarðar voru greidd 11 atkvæði og kosningaþátttaka var 100%.
Já sögðu 90,9%
Nei sögðu 9,1%
Auðir 0,0%

Í Tækniskólanum voru greidd 138 atkvæði og kosningaþátttaka var 84,7%
Já sögðu 16,7%
Nei sögðu 83,3%
Auðir 0,0%

Í Verzlunarskóla Íslands voru greidd 62 atkvæði og kosningaþátttaka var 72,1%
Já sögðu 87,1%
Nei sögðu 9,7%
Auðir 3,2%

Vegna tölvuáfanga

Á fundi verkefnisstjórnar um vinnumat framhaldsskólakennara sem haldinn var 23. febrúar 2015 var þessi bókun samþykkt:

Þar sem verkefnisstjórn gaf ekki út sýnidæmi um námsáfanga með 18 nemenda viðmið, þ.e. um tölvuáfanga skal eftirfarandi tekið fram: Að teknu tilliti til viðmiðunarfjölda skal nota sýnidæmi um fagbóklega áfanga til viðmiðunar en þó þannig að önnur vinna óháð nemendafjölda skal tilgreind 10 klukkustundir í þriggja eininga áfanga.

Nýtt reikniverk -> uppfært 17. febrúar 2015

Ný uppfærsla á reikniverki fyrir vinnumat framhaldsskólakennara er nú aðgengileg hér á heimasíðunni. Í reikniverkinu sem heitir vinnumat eyðublað útgáfa 7 er búið að setja inn allar forsendur sem fram koma í samkomulagi samningsaðila frá 4. febrúar 2015.

Uppfært 17. febrúar 2015:

Frá 11. febrúar sl. hefur útgáfa nr. 7 af reikniverkinu verið aðgengileg hér á heimasíðunni. Uppfærð útgáfa sem heitir vinnumat eyðublað útgáfa 8 er nú komin í hennar stað. Í nýrri útgáfu er starfsbraut orðin hluti af felliglugga í reit C5 auk þess sem sýnidæmi fyrir starfsbraut hefur verið uppfært. Þar er gert ráð fyrir að nemendafjöldi í hóp sé á bilinu 1-12 í stað 1-8 eins og var í útgáfu nr. 7.

Tengill á excel-skjal: vinnumat_eydublad_utgafa_8

Skýrsla verkefnisstjórnar með sýnidæmum

vvf_stjorn_4_2_2015

Verkefnisstjórn um vinnumat framhaldsskólakennara hefur með þessari skýrslu lagt fram tillögur sínar um hvernig mat á vinnu kennara líti út í nýju vinnumatskerfi. Með skýrslunni leggur verkefnisstjórn fram afrakstur vinnu sinnar og vinnumatsnefnda. Þessum aðilum var með kjarasamningi KÍ og fjármálaráðherra falið að vinna að gerð sýnidæma um nýtt mat á vinnu kennara á grundvelli 7. greinar kjarasamningsins sem fjallar um hlutlæg viðmið og málefnaleg tilefni er varða vinnumatið.

Hér er um að ræða mikla breytingu á fyrirkomulagi mats á vinnu kennara og aðferðin sem ákveðið var að nota gerir miklar kröfur til allra sem málið varðar. Þannig eru í raun allir kennarar og skólastjórnendur í framhaldsskólum þátttakendur í þessu ferli.

Víðtæk gagnasöfnun um mat kennara á vinnu sinni við einstaka námsáfanga fór fram og varpa niðurstöður hennar nokkru ljósi á það hversu flókið viðfangsefnið er. Sýnidæmagerð vinnumatsnefnda var afrakstur samvinnu við fjölda kennara og skólastjórnenda í framhaldsskólum. Verkefnisstjórn byggði vinnu sína við lokagerð sýnidæma á þessum grunni. Engu að síður tekur verkefnisstjórn fulla ábyrgð á efni skýrslu þessarar og framsetningu og innihaldi sýnidæmanna.

Verkefnisstjórn þakkar kennurum, skólastjórnendum og öllum fulltrúum í vinnumatsnefndum samstarfið í vetur og óskar þeim velfarnaðar á þeirri vegferð sem framundan er í nýju og breyttu umhverfi.

Skýrsla:

 Samkomulag:

Nýja (f)einingakerfið

Verkefnisstjórnin hefur rekið sig á að skilningur á nýja framhaldsskólaeiningakerfinu er ólíkur meðal skólafólks. Við setjum því hér til glöggvunar og útskýringar kynningarglærur sem Reynir Þór fulltrúi FF í verkefnisstjórn hefur sett upp.

Ef einhverjar spurningar vakna um efni glæranna getur fólk haft samband við Reyni Þór, annaðhvort á netfangið reynir@ki.is eða í síma hjá Kennarasambandi Íslands 595-1111.

Uppfærð útgáfa af reikniverki fyrir vinnumat

Í ljós hefur komið að sumir reitir í w-dálki þar sem slegin er inn kennitala í vinnumati áfanga eru ekki rétt forsniðnir (formatteraðir) í útgáfu 4a. Um er að ræða efstu reiti fyrir hvern áfanga, þ.e. reiti W3, W41, W79, o.s.frv. Þetta hefur verið lagað í útgáfu 4b. Í þessu samhengi má taka fram að þegar kennitölur eru slegnar inn þarf ekki að nota bandstrik.

Tengill í uppfærða útgáfu, þ.e. útgáfu 4b, má sækja á undirsíðuna Kjarasamningur og vinnumat en skjalið má einnig finna hér: Vinnumat-eydublad_Utg. 4b (26. nóvember 2014)

Spurt og svarað

spurt_og_svaradUndir tenglingum Spurt og svarað má nú finna svör við nokkrum algengum spurningum sem hafa borist verkefnisstjórninni bæði í gegnum heimasíðuna og á kynningarfundum. Við hvetjum félagsmenn í FF og FS til að kynna sér svörin og senda okkur fleiri spurningar.

Kynningarfundir í nóvember

VMA 10. nóv. 2014

VMA 10. nóv. 2014

Til allra félagsmanna í FF og FS.

Verkefnisstjórn vinnumats framhaldsskóla mun halda nokkra kynningarfundi í framhaldsskólum í nóvember. Á fundunum verður farið yfir allt ferlið við gerð matsins frá aðdraganda að gerð þess, farið yfir skipulag vinnunnar, stöðuna á reikniverki vinnumats og yfir næstu skref allt til loka ferlisins.


Staðsetning / tímasetning funda:

-Flensborgarskólinn í Hafnarfirði / þriðjudagur 4. nóvember kl. 16:00
-Fjölbrautaskóli Suðurlands / fimmtudagur 6. nóvember kl. 16:00
-Verkmenntaskólinn á Akureyri / mánudagur 10. nóvember kl. 15:15
-Menntaskólinn á Ísafirði / föstudagur 14. nóvember kl. 14:05
-Fjölbrautaskóli Vesturlands / mánudagur 17. nóvember kl. 16:00
-Menntaskólinn á Egilsstöðum / föstudagur 21. nóvember kl. 16:00
-Menntaskólinn við Hamrahlíð / mánudagur 24. nóvember kl. 16:00

Tilgangur fundanna er að upplýsa alla félagsmenn í FF og FS um gang mála og gefa þeim kost á að setja fram spurningar/sjónarmið og taka þátt í umræðum um matið.

Drög að reikniverki fyrir vinnumatið ásamt leiðbeiningum opnast í Excel með því að ýta á meðfylgandi tengli: vinnumat_drog_utg4a Athugið að í skjalinu eru fjórar síður. Fyrstu tvær eru með inngangi og útskýringum en næstu tvær innihalda sjálft reikniverkið og samantekt.