Áhrif vinnumats á rekstur framhaldsskóla

Fulltrúi MMR í verkefnisstjórn gerði athugun á því hver hugsanleg áhrif vinnumats væru á rekstur framhaldsskóla. Skoðuð voru gögn frá skólunum um kennslumagn sem og tölur Fjársýslunnar um laun KÍ félaga í október 2015 og voru þær bornar saman við launatölur sama mánaðar 2014. Erfitt er að fullyrða um áhrif vinnumatsins á þessu stigi og þarf að horfa á lengra tímabil svo samanburður verði marktækari. Þær niðurstöður sem þó fengust bentu til þess að áhrifin væru á heildina litið í samræmi við það sem búist var við, þótt fram kæmi nokkur mismunur milli skóla. Segja má því að heildaráhrif virðist innan skekkjumarka.