Sýnidæmi, kennsluvikur og námsmat

Nokkuð hefur verið spurt um það hvernig samspili fjölda kennsluvikna, námsmats og sýnidæma sé háttað.  Verkefnisstjórn um vinnumat framhaldsskólakennara tók málið fyrir á fundi sínum 11. mars 2016 og bókaði eftirfarandi:

Þar sem skil milli kennslutíma og prófatíma hafa verið afnumin og skólum gert kleift að beita meiri fjölbreytileika í námsmati getur fjöldi kennsluvikna verið breytilegur.  
Skipuleggi skólar kennslu og námsmat með öðrum hætti en sýnidæmi greina ber þeim að setja fram hvaða áhrif það hefur á stundafjölda hvers vinnuþáttar og heildarvinnumat.

Áhrif vinnumats á rekstur framhaldsskóla

Fulltrúi MMR í verkefnisstjórn gerði athugun á því hver hugsanleg áhrif vinnumats væru á rekstur framhaldsskóla. Skoðuð voru gögn frá skólunum um kennslumagn sem og tölur Fjársýslunnar um laun KÍ félaga í október 2015 og voru þær bornar saman við launatölur sama mánaðar 2014. Erfitt er að fullyrða um áhrif vinnumatsins á þessu stigi og þarf að horfa á lengra tímabil svo samanburður verði marktækari. Þær niðurstöður sem þó fengust bentu til þess að áhrifin væru á heildina litið í samræmi við það sem búist var við, þótt fram kæmi nokkur mismunur milli skóla. Segja má því að heildaráhrif virðist innan skekkjumarka.

Reikniverk – útgáfa 12

Ný útgáfa af reikniverkinu er tilbúin og er hægt að sækja hana hér.

150821 Vinnumat_eydublad_utgafa_12

Skekkja í reikniverksútgáfu 11

Í ljós hefur komið skekkja við útreikning á 20% álagi fyrir 29. og 30. nemandann í námshópi með 25 nemenda fjöldaviðmið skv. reiknilíkani (samanber bls. 4 í skýrslu verkefnisstjórnar frá 4. feb. 2015). Einnig ofreiknaðist álagið vegna nemenda umfram hámarksviðmið í hópum t.d. fyrir nemendur umfram 30. Villan felst í því að reikniverkið bætti í flestum tilvikum 2,5 klukkustundum aukalega við vinnumatið vegna hvers umframnemanda.

Breyting frá útgáfu 11 felst í því að formúlum í reitum F25 og F26 hefur verið breytt sem og texta í reitum E25 og E26. Breytingin nær að sjálfsögðu einnig til samsvarandi reita – F63, F64, E63, E64 – o.s.frv.

Nýtt vinnumat í vinnslu í öllum skólum

Verkefnisstjórn hefur komið saman að nýju eftir sumarleyfi auk þess að svara erindum sem komið hafa á hennar borð undanfarið.  Mikilvægt er að hafa góða samvinnu í skólunum um vinnumatið og hafa óhikað samband og samráð við vinnumatsnefndirnar sem eru að störfum og tilbúnar til aðstoðar.  Einnig áréttar verkefnisstjórn hlutverk vinnumatsnefndanna við að skera úr ágreining sem kanna að koma upp varðandi mat á vinnu í einstökum áföngum.  Verkefnisstjórn um funda vikulega á næstunni og hefur næsti fundur hennar verið boðaður nk. fimmtudag.

Sumarleyfi og nýtt netfang verkefnisstjórnar

Frá og með 1. júlí 2015 færist utanumhald um starf og gagnavinnslu verkefnisstjórnar frá starfsmanni stjórnarinnar til menntamálaráðuneytisins. Um leið verður netfangið gudmundur@verkefnisstjorn.is óvirkt. Í stað þess virkjast netfangið verkefnisstjorn@verkefnisstjorn.is og mun Ársæll Guðmundsson, annar fulltrúi menntamálaráðuneytisins í verkefnisstjórninni, annast móttöku erinda.

Hlé verður á starfi verkefnisstjórnar í júlí.

Eyðublöð vegna erinda til vinnumatsnefnda

Hér fyrir neðan eru tenglar á tvö eyðublöð vegna erinda sem ætluð eru vinnumatsnefndum til umfjöllunar. Senda skal erindi til formanns vinnumatsnefndar sem viðhengi í tölvupósti með afriti (Cc…) á starfsmann verkefnisstjórnar gudmundur@verkefnisstjorn.is. Eyðublöðin eru í ólæstu Word-skjali og í því geta notendur stækkað og minnkað dálka og letur eftir þörfum.

Eyðublað 1: Ósk um ráðgjöf og aðstoð

Eyðublað 2: Beiðni um úrskurð

Formenn vinnumatsnefnda

Hér fyrir neðan er listi yfir skiptingu vinnumatsnefnda, formenn þeirra og netföng:

1. Starfsnám 1 (Bygginga-, málm- og véltæknigreinar-, skip- og vélstjórn, bílgreinar, rafiðnagreinar, klæðskurður.): Helga Jóhanna Baldursdóttir helgajo@idnskolinn.is

2. Starfsnám 2 og listgreinar (Starfsnám í heilbrigðis- félags- og menntunargreinum (t.d. nám til sjúkraliða, félagsliða og skólaliða), starfsnám í matvælagreinum, snyrtigreinum, fjölmiðla- og upplýsingagreinum, verslunargreinum og annað starfsnám): Gréta Mjöll Bjarnadóttir greta@fa.is

3. Félagsgreinar / Íþróttir / Starfsbrautir: Lára Stefánsdóttir lara@mtr.is

4. Tungumál / Íslenska: Halldóra Sigurðardóttir hals@mh.is

5. Raungreinar / Stærðfræði: Lárus H. Bjarnason larushb@mh.is

Kjarasamningurinn samþykktur

Kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum vegna félagsmanna í ríkisreknum framhaldsskólum hefur verið samþykktur. Atkvæðagreiðslan um hinn nýja kjarasamning frá 1. apríl 2015 fór fram dagana 13. og 14. apríl.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:
• Á kjörskrá voru 1.549
• Atkvæði greiddu 1.140 eða 73,6%
• Já sögðu 662 eða 58,0%
• Nei sögðu 440 eða 38,5%
• Auðir seðlar voru 40 eða 3,5%